Translate to

Fréttir

Stöðugleikasáttmáli og samkomulag um breytingar á kjarasamningi undirrituð

Frá undirritun í þjóðmenningarhúsinu Frá undirritun í þjóðmenningarhúsinu
Á öðrum tímanum í dag var gengið frá samkomulagi um breytingar á kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ og SA, þá var einnig undirritaður Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins um endurreisn íslensks efnahagslífs. Það er von þeirra sem að sáttmálanum standa að hann skpi nýja von og tiltrú á íslenskt atvinnulíf, efnahag og samfélag. Öllum má þó vera ljóst að þær þengingar sem framundan eru verða ekki með öllu sársaukalausar og munu heimili landsmanna ekki fara varhluta af því. Líklegt er að verr hefði getað farið ef samkomulaginu hefði ekki verið náð.

Má í því samhengi nefna að kjarasamningum hefði verið sagt upp af hálfu atvinnurekenda, kjaraviðræður hefðu farið á byrjunarreit, launahækkanir sem nú koma inn í áföngum gangi allt eftir væru út úr myndinni. Með þessu samkomulagi má því segja að um varnarsigur fyrir íslenskt launafólk hafi verið að ræða, sérstaklega þá tekjulægri. Af mörgum slæmum kostum við núverandi aðstæður, hefði sá kostur að standa uppi kjarasamningslaus verið sá langversti fyrir launþega. Nánari umfjöllun um sáttmálann og samkomulagið við SA má finna á heimasíðu SGS, þá er einnig viðtal við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ á vef Alþýðusamabandsins. 
Deila