Translate to

Fréttir

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 25. september 2008

Pétur Sigurðsson form. stjórnar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga setur fundinn Pétur Sigurðsson form. stjórnar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga setur fundinn
Vigdís Jónsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson, Karitas Pálsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir Vigdís Jónsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson, Karitas Pálsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir
Fulltrúar stofnaðila og gestir fundarins Fulltrúar stofnaðila og gestir fundarins

 

Mikil samstaða og góðar undirtektir sveitarfélaga, stofnana og stéttarfélaga á Vestfjörðum hafa skapað þann grundvöll sem þurfti til að koma Starfsendurhæfingu Vestfjarða (SEV) á laggirnar. Stofnfundur SEV var haldinn á Hótel Ísafirði þangað sem stofnaðilum og öðrum gestum hafði verið boðið til að taka þátt í staðfestingu á þessum merka áfanga sem slíkt endurhæfingarúrræði er.  Þátttakendur í stofnun SEV eru allflest sveitarfélög á vestfjörðum, heilbrigðisstofnanir, fræðslustofnanir og öll stéttarfélög á vestfjörðum eða 21 stofnaðili.

 

Með frumkvæði stjórnar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga að leiðarljósi var skipaður undirbúningshópur þann 22. maí sl. sem hefur starfað með það að markmiði að koma á fót starfsendurhæfingu á Vestfjörðum. Í upphafi var undirbúningshópnum ljóst að þörfin fyrir endurhæfingarúrræði var til staðar og flýta yrði vinnu við stofnun starfsendurhæfingar.  

Hlutverk hennar væri að taka á því úrræðaleysi sem virðist ríkja gagnvart þeim sem hafa orðið undir á vinnumarkaði eftir erfið veikindi og gera einstaklingnum kleift að komast sem fyrst aftur út á vinnumarkaðinn.  

 

Undirbúningshópur SEV hefur horft mjög til þeirrar uppbyggingar sem hefur orðið í endurhæfingarmálum á Norðurlandi og Austfjörðum við undirbúning og skipulagningu á starfseminni hér. Má í raun segja að það frumkvöðlastarf Geirlaugar Björnsdóttur, sem kom á fót starfendurhæfingu Norðurlands, sé það form sem almennt er horft til við uppbyggingu starfsendurhæfinga á Íslandi enda hafi það gefist hvað best.

 

Þá hélt Vigdís Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Endurhæfingarsjóðs ASÍ og SA erindi um aðkomu hins nýstofnaða sjóðs að endurhæfingarúrræðum. Einnig hélt Soffía Gísladóttir verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu erindi um stefnu stjórnvalda í starfsendurhæfingarmálum. Áslaug Alfreðsdóttir  formaður Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða færði SEV hvatningarstyrk að upphæð kr.1.000.000,- sem var fagnað með lófataki fundarmanna.

 

Á stofnfundinum var kosin fyrsta stjórn SEV ásamt varamönnum, en stjórnina skipa eftirfarandi:

 

Arnheiður Jónsdóttir                 Fjórðungssamband Vestfirðinga, fulltrúi sveitarfélaga í stjórn.

Áslaug Alfreðsdóttir                   Lífeyrissjóður Vestfirðinga.

Guðrún Stella Gissurardóttir       Vinnumálastofnun Vestfjarða.

Karitas M. Pálsdóttir                  Verkalýsfélag Vestfirðinga, fulltrúi stéttarfélaga í stjórn.

Sigurveig Gunnarsdóttir              Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ.

 

Nýkjörinni stjórn býður nú það ábyrgðarmikla verkefni að ráða forstöðumann og ýta starfseminni úr vör Vestfirðingum öllum til hagsbóta.   

Deila