Translate to

Fréttir

Störf félagsmanna Verk Vest á þjónustudeildinni á Hlíf lögð niður

Þjónustudeild Hlíf.  Mynd bb.is Þjónustudeild Hlíf. Mynd bb.is
Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld var ákveðið með atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka Þónustudeild aldraðra á Hlíf á Ísafirði.  Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans um að vísa málinu til félagsmálanefndar og þjónustuhóps aldraðra var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.  Með þessari ákvörðun eru fimm aldraðir einstaklingar sviptir heimili sínu og tíu starfsmenn missa vinnuna.

Starfsfólki þjónustudeildar hefur sinnt störfum sínum í algjörri óvissu um atvinnuöryggi undanfarin misseri. Engin skýr svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum um næstu skref er varðar framtíð starfsfólksins fyrr en á bæjarstjórnarfundi sem var haldinn í gær. Á þeim fundi var óvissunni eytt með því einfaldlega að leggja störf fólksins niður án loforðs um önnur störf hjá sveitarfélaginu. Þetta lýsir mikilli vanvirðingu gangvart því stafsfólki sem hefur helgað sig störfum sem snúa að ummönun við eldri borgara sveitafélagsins. 

Starfsfólkið á heimtingu á því að ráðamenn Ísafjarðarbæjar haldi með því fund þar sem fram komi skýr svör um framtíðaratvinnumöguleika starfsfólksins hjá sveitarfélaginu. Stór hluti starfsfólksins á að baki áratuga langa starfsreynslu við ummmönun hjá sveitarfélaginu og á ekki skilið að komið sé fram við það með þeim hætti sem nú hefur verið gert. Formaður Verk Vest hefur þegar sett sig í samband við túnaðarmann starfsfólk þjónustudeildar og var ákveðið að funda með starfsfólkinu um réttarstöðu þeirra við fyrsta tækifæri.
Deila