Translate to

Fréttir

Stýrihóp SGS veitt umboð

 

 Viðræðunefnd SGS kom saman í gær í húsakynnum sáttasemjara til að fara yfir stöðuna í samningaviðræðum SGS við SNR (samninganefnd ríkisins).  Þá var einnig farið yfir sérmál einstakra félaga þar á meðal sérmál félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Viðræðunefnd SGS veitti stýrihóp SGS umboð til að halda viðræðum áfram á þeim nótum sem kynntar voru á fundinum. Þess má geta að þrátt fyrir að samninganefndir SGS og BSRB hafa fundað nokkuð stíft með samninganefnd ríkisins undanfarna daga þá voru ekki vísbendingar um að samningar yrðu í höfn á næstu dögum.  

Deila