Stýrivextir í 9,5% - hefði viljað meiri lækkun segir forseti ASÍ
Eftirfarandi frétt birtist á vef ASÍ í gær:
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 10% í 9,5% í morgun. Þeir hafa ekki verið lægri í 5 ár. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist hafa viljað sjá meiri lækkun nú þegar verðbólgan er á niðurleið. "Ég fagna þróuninni en tel að það hafi verið svigrúm nú fyrir stærri skref í lækkunarferlinu. Það er ljóst að hátt vaxtastig er að framkalla samdrátt og aukið atvinnuleysi og við því verður að bregaðst", segir Gylfi.
Ástæða er til að taka undir þessi orð forseta ASÍ.