Fréttir

Súðavíkurhreppur sýnir gott fordæmi

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fengið staðfest hjá Súðavíkurhreppi að þeir gæti jafnræðis varðandi sitt starfsfólk og ætli því ekki að undanskilja félagsmenn Verk Vest varðandi eingreiðslu á laun. Að sögn Braga Þórs Thoroddsen sveitarstjóra geta félagsmenn Verk Vest sem eru í starfi hjá Súðavíkurhrepp vænst eingreiðslu þann 1. ágúst.

Það þarf kjark og þor til að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem þessa þegar kjaradeila er komin í hnút líkt og deila SGS og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga er komin í. Því ber að fagna sérstaklega þegar virðing fyrir náunganum ræður för líkt og Súðvíkingar sýna nú í verki.

Deila