Sumarferð Verk Vest á Snæfellsnes 9. - 10. júní
Sumarferð Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður í þetta sinn á Snæfellsnes og í Borgarfjörð, dagana 9. – 10. júní, ef næg þátttaka fæst.
Lagt verður af stað frá Landsbankaplaninu á Ísafirði laugardaginn 9. júní og ekið sem leið liggur vestur yfir heiðar að Brjánslæk á Barðaströnd. Hádegisverður snæddur að gömlum sið úti í nátturunni. Siglt með ferjunni Baldri yfir í Stykkishólm og haldið áfram fyrir Snæfellsnes og suður að Eldborg á Mýrum. Þar verður snæddur kvöldverður og gist um nóttina. Á sunnudag verður lagt af stað að loknum morgunmat og ekið um Borgarfjörð og áhugaverðir staðir skoðaðir. Komið til baka til Ísafjarðar á sunnudagskvöld.
Verð fyrir rútuferð, nesti, ferju, kvöldverð, gistingu og morgunmat kr. 29.500.-
Félagsmenn á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal slást í för á Brjánslæk, en félagar á Ströndum og Reykhólasveit geta sameinast hópnum á Brjánslæk eða í Stykkishólmi. Nánari upplýsingar og bókanir á skrifstofu Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði í síma 456-5190.
Síðasti bókunardagur í sumarferðina er 18. maí!