föstudagurinn 26. apríl 2013

Sumarúthlutun lokið

Ólafur Lúðvíksson og Eygló Jónsdóttir við útdráttinn
Ólafur Lúðvíksson og Eygló Jónsdóttir við útdráttinn
Nú styttist í að ferða þyrstir félagsmenn fái svör við umsóknum um dvöl í sumarhúsum félagsins. En lokahnykkur úthlutana fór fram í morgun með útdrætti á vinsælustu tímabilin. Að vanda var fenginn fulltrúi frá Sýlumannsembættinu á Ísafirði til að draga út nöfn félagsmanna. Í framhaldinu munu þeir sem fengu úthlutað fá sent bréf frá félaginu til staðfestingar úthlutuninni. Þeir sem ekki fengu úthlutað fá einnig bréf og geta þá sótt um eftir miðjan maí þegar ljóst verður hvort allir þeir sem sóttu um muni nýta sér úthlutaðar vikur.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.