Translate to

Fréttir

Sveitarfélagið verður starfsfólki þjónustudeildar á Hlíf innan handar

Þjónustudeildin er á 4. hæðinni. Mynd Gústi Þjónustudeildin er á 4. hæðinni. Mynd Gústi
Eins og fram hefur komið þá var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að loka þjónustudeildarinni á Hlíf. Með þeirri ákvörðun var einnig ákveðið að segja starfsfólkinu, 10 manns, upp störfum frá og með 1. október 2009. Eins og fram kom hér á vefnum er farið fram á það að bæjaryfirvöld fundi með starfsfólkinu þar sem komi fram hver framtíð þeirra sem starfsmanna hjá sveitarfélaginu verði. Að sögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar hefur það þegar verið gert, þó svo ekki hafi verið gengið frá ráðningu í önnur sambærileg störf hjá sveitarfélaginu.

Formaður félagsins átti símafund með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar fyrr í dag þar sem kom fram að bærinn væri boðinn og búinn við að aðstoða starfsólkið við leit að öðrum störfum hjá Ísafjarðarbæ, sé um sambærileg störf að ræða. Þetta hafi einnig komið fram á fundi sem haldinn var með starfsfólki þjónustudeildarinnar fyrr í síðustu viku. Þar kom einnig fram að öll þjónusta við starfsfólk sem hægt er að veita verði veitt. Þarna er vísað í sem dæmi, ef starfsmaður þarf að losna áður en kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti lýkur þá muni sveitarfélagið liðka til svo það megi verða. Trúnaðarmaður starfsfólks hefur ákveðið að boða til fundar með starfsfólki og formanni félagsins síðar í þessari viku.
Deila