Sveitarfélög standi við yfirlýsingar og treysti markmið kjarasamninga
Alþýðusamband Íslands minnir opinbera aðila á að þeir beri að sýna ábyrgð til að viðhalda verðstöðugleika. Þetta kemur fram í nýlegum pistli frá ASÍ. Þar kemur einig fram að nú standi yfir gerð fjárhagsáætlana hjá sveitafélögum og þeim beri að horfa til samkomulags sem Samband íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir í tengslum við Lífskjarasamningana.
Einn af helstu tekjustofnum sveitarfélaga eru fasteignagjöld og kemur fram að breytingar á fasteingamati er að skila sér í hækkun fasteingaskatts. Áríðandi er að sveitarfélögin lækki álagningahlutfall þannig að hækkanir á fasteignasköttum verði innan við 2,5%. Ljóst er að verðlagseftirlit ASÍ mun fylgjast vel með hver þróun mála og veita sveitarfélögum aðhald þegar kemur að breytingum á gjaldskrám.
Nánar er hægt að lesa um breytingu á fasteignamati á heimasíðu ASÍ og hvaða hækkun slíkt muni leiða af sér komi ekki til breytingar á gjaldstofni.