Translate to

Fréttir

Svið starfsmanna ríkis og sveitarfélaga inna SGS hefja undirbúning vegna kjarasamninga

Starfsmenn rískisstofnana með starfsmenn sveitarfélaga í bagrunn á kjaraþingi Verk Vest Starfsmenn rískisstofnana með starfsmenn sveitarfélaga í bagrunn á kjaraþingi Verk Vest

Fundur sviðs starfsmanna hjá ríki og sveitarfélagum, sem eru innan Starfsgreinasambands Íslands hélt fund til undirbúnings kjarasamninga í gær þar sem farið var yfir efnahagsstöðuna, kjaramálin og væntanlegan flutningi á málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaganna, en kjarasamningarnir við ríki og sveitarfélög eru lausir 1. desember n.k. Þátttakendur á fundinum f.h. Verk Vest voru formaður félagsins Finnbogi Sveinbjörnsson og Guðrún O. Kristjánsdóttir starfsmaður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

 

Á fundinum voru m.a. samþykktar tvær ályktanir, annars vegar um málefni fatlaðra þar sem væntanlegum flutningi á málefnum þeirra yfir til sveitarfélaganna er fagnað. „Fundarmenn telja að það sé skref í rétta átt að færa ábyrgð á þjónustu, sem næst þeim sem þjónustunnar njóta", segir þar.  Hins vegar var álytað um málefni heilbrigðisþjónustunnar þar sem segir að „félagsmenn SGS eru vel meðvitaðir um að niðurskurðar er þörf í ríkisrekstrinum, sumar tillögurnar verða þó ekki túlkaðar öðru vísi en að um hrein skemmdarverk sé að ræða. Engu er líkara en ákveðið hafi verið að leggja niður rekstur einstakra stofnana um alla framtíð. Nauðsynlegt er að því sé svarað af fullri hreinskilni hvort svo sé og heimamenn geti þá brugðist við í samræmi við það."

Ályktanirnar í heild sinni má finna á heimasíðu SGS 

Deila