Translate to

Fréttir

Svört atvinna og félagsleg undirboð

Slagorð átaks gegn svartri atvinnustarfsemi Slagorð átaks gegn svartri atvinnustarfsemi
Á nýafstöðnu 40. þingi ASÍ varð mikil umræða í kjaramálanefnd þingsins um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Fór svo að þrátt fyrir að ekki hafi verið lögð fram tillaga að ályktun fyrir þingið um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð að nefndi lagði fram slíka tillögu að loknum umræðum í nefndinni. Skemmst er frá að segja að tillagan var samþykkt samhljóða af um 300 þingfulltrúum allstaðar af landinu. Í öllum megin atriðum má segja að ályktun þingsins tóni mjög við ályktun sem stjórn Verk Vest sendi frá sér nýverið og vakti hörð viðbrögð ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum. En í ályktun þingsins kemur meðal annars fram eftirfarandi... "Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin, samtök atvinnurekenda og stjórnvöld sameinist um að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi og kennitöluflakk, m.a. þar sem þeir sem standa að slíkri refsiverðri starfsemi verð dregnir til ábyrgðar og beittir þungum viðurlögum..." Ályktun 40. þings ASÍ um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð má lesa hér.
Deila