Tekjuskattur - breytinga þörf !
Þau ummæli sem formaður Verk Vest hafði um breytingar á skattkerfinu í kvöldfréttum sjónvarps í gær leggjast misilla í landann. Til að fara aðeins yfir hvernig þetta er hugsað þá var hugmyndin að skattleysismörkin yrðu hækkuð í 170 þús. og eftir að því tekjumarki er náð yrði greiddur 18% tekjuskattur af launum. Persónuafslátturinn yrði aflagður til að koma á móts við það tekjutap sem ríkissjóður yrðu af með breytingunum.
Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa gefið mjög sterklega í skin að ekkert svigrúm sé til hækkana en jafnfram viðrað hugmyndir um þjóðarsátt. Launþegar á lágmarkstöxtum hafa ekki efni á þjóðarsátt í líkingu við þá sem var gerð 1990 að óbreyttu en þörfin fyrir leiðréttingu á kjörum er mest hjá þessum hópi. Einnig má benda á stutt viðtal á BB.is varðandi málefnið.