Translate to

Fréttir

"Þegar vel gengur þá á verkafólk í landi að hafa það betur," segir forstjóri H.G. viðtali á vef Bæjarins Besta.

Þetta er fólkið sem skapr hin raunverulegu verðmæti Þetta er fólkið sem skapr hin raunverulegu verðmæti

"Þegar vel gengur þá á verkafólk í landi að hafa það betur," segir forstjóri H.G. viðtali á vef Bæjarins Besta.  Ekki var það reyndin þegar kom að því að hækka taxta fiskverkafólks þann 1. mars sl.  Þá var haft eftir forstjóra HG í Hnífsdal og forstjóra Odda á Patreksfirði að þeir ætluðu ekki að rjúfa samstöðu vegna samkomulags Samtaka atvinnulífsins um frestun launahækkana. Hvernig er með samtöðu við þeirra fólk sem skapar hin raunverulegu verðmæti, er samstaða við það ekki jafn áríðandi?

 

Það hefur aldrei verið bannað að hækka laun, hvort sem eitthvað samkomulag er í gildi eða ekki. Við erum jú alltaf með kjarasamning, hann er samkomulag, samkomulag um lágmarkslaun. Samkvæmt honum  má ekki borga læri laun en þar er skrifað undir. En það er eitt sem kjarasamningur bannar ekki, það er að greiða hærri laun en hann segir til um.  Það sama á við um samkomulagið um frestun launahækkana, þar er ekkert sem bannar að laun séu hækkuð þrátt fyrir frestun.

 

Þau fyrirtæki sem þegar hafa hækkað laun hjá sínu fólki hafa öll gert það vegna þess að stjórnendum þeirra finnst fólkið eiga hækkunina skilið þar sem vel hafi gengið í veiðum og vinnslu.  Ætlar einhver að halda því fram að það gangi illa hjá stærstu og öflugust sjávarútvegsfyrirtækjum Vestjarða ?  svo illa að þau séu ekki aflögufær um 13.500 króna hækkun til þeirra sem skapa fyrirtækjunum mest verðmætin ?  

 

Nú bregður svo við að þegar hugmyndir koma fram um 5% fyrningu aflaheimilda þá sé verið að ógna starfsöryggi landverkafólks og starfsfólki almennt á landsbyggðinni. Það sé verið að ala á óstöðugleika og óöryggi hjá fólki sem vinnur í þessari grein!  

Hefur öryggi landverkafólks einhvern tíman verið tryggt eftir tilkomu kvótakerfisins og síðar með tilkomu frjálsa framsalsins? Svarið er ósköp einfalt, nei atvinnuöryggi í veiðum og vinnslu hefur sjaldan verið verra en með tilkomu frjálsa framsalsins.

 

Eftir að aflaheimildir vorur gerður að eign fyrirtækja þannig að hægt var að veðsetja þær á móti skuldum þá varð fjandinn laus og óöryggi hjá landverkafólki hefur sjaldan verið meira. Gleggsta dæmið höfum við Vestfirðingar mátt reyna á okkar eigin skinni þegar Fiskvinnslan Kambur á Flateyri lokaði. Þar voru nánast allar aflaheimildir í einu bæjarfélagi komnar á sömu hendina, og þegar eigandanum datt í hug að hætt og selja þá var ekki verið að hugsa um öryggi landverkafólksins og á annað hundrað manns missti vinnuna.  

 

Það er von okkar sem vinna að bættari kjörum verkafólks að eigendur og stjórnendur útgerða og fiskvinnslufyrirtækja setji á oddinn að hafa hag og starfsöryggi lanverkafólks að leiðarljósi líkt og kemur fram í viðtali við forstjóra HG í Hnífsdal á vef Bæjarins Besta í gær þar sem hann segir... „Með svona fyrningarleið er verið að ala á óstöðugleika og óöryggi hjá fólki sem vinnur í þessari grein. Það er heldur enginn greiði gerður við landverkafólk, með þessari fyrningarleið, því það fer yfirleitt saman að þegar fyrirtækjum í sjávarútvegi gengur vel þá hefur fólk í landi það betur. Svona hugmyndir eru einungis aðför að verkafólki og starfsfólki á landsbyggðinni."  Það er einnig von okkar að sú umhyggja sem þarna kemur fram til verkafólks skili sér einnig í formi bættari kjara landverkafólks sem í dag þarf að þiggja taxta sem er undir grunnatvinnuatvinnuleysisbótum.
Deila