Translate to

Fréttir

Þing LÍV kýs nýjan formann og ályktar um kjara- og starfsmenntamál

Ný stjórn LÍV Ný stjórn LÍV

Íslenskt launafók verður ekki eitt gert ábyrgt fyrir því að koma á stöðugleika, segir í kjaramálaályktun 28. Þings Landssambands ísl. verzlunarmanna sem haldið var á Akureyri dagana 8. og 9. nóvember. Kjaramálin og starfsmenntamálin voru helstu mál þingsins. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, var kosinn nýr formaður sambandsins.

 

Staða kjarasamninga setti svip sinn umræðurnar á þinginu og samþykktu þingfulltrúar ályktun þar sem tekið er undir hugmyndir um stuttan samning, í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem nú ríkir. En í ályktuninni er ítrekað að stöðugleika á ekki að ná fram á kostnað launafólks. Nánar má lesa um ályktanir og umfjöllun þingsins á heimasíðu LÍV.

Fulltrúi Verk Vest á þingi LÍV var Finnur Magnússon formaður verslunardeildar Verk Vest.
Deila