Þing SGS fagnar umsókn um aðild að Evrópusambandinu
Starfsgreinasambandið fagnar umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þingi sambandsins rétt áðan. Ályktunin fer hér á eftir:
Starfsgreinasamband Íslands fagnar umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Taka verður tillit til sérstakra hagsmuna landsins varðandi sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarviðræðunum og hafa í huga landfræðilega stöðu og sérstakt veðurfar í viðræðum um landbúnaðarmál. Gæta skal þess að landbúnaður er veigamikill þáttur innlendrar matvælavinnslu og mikilvægur fyrir jafnægi í byggð landsins og sem hluti menningartengdrar ferðaþjónustu.
Þing Starfsgreinasambandsins teystir því að aðildarviðræðurnar leiði til samkomulags sem feli í sér gegnsæja skýra kosti og/eða galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem þjóðin geti tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.