Translate to

Fréttir

Þing SGS sett í morgun: Atvinnulíf á okkar forsendum

 

Reglulegt þing Starfsgreinasambands Íslands hófst á Hótel Selfossi í morgun. Þingið var sett kl. 11:00 með ræðu formanns, Kristjáns Gunnarssonar. Þá munu félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason og forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson ávarpa þingið.

Kjörorð þingsins er Atvinnulíf á okkar forsendum og Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst, Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR og Ólafur Darri Andrason aðalhagfræðingur ASÍ munu taka þátt í sérstöku málþingi á þinginu sem helgað verður endurreisn atvinnulífsins og hefst kl. 13:20 í dag.
 

Alls eru það 135 fulltrúar frá 20 aðildarfélögum SGS sem eiga rétt til setu á þinginu sem lýkur á föstudag með kosningu framkvæmdastjórnar og afgreiðslu ályktana sem liggja fyrir þinginu.
Fulltrúar Verk-Vest á þinginu eru Finnbogi Sveinbjörnsson, Karitas Pálsdóttir, Ólafur Baldursson og Sólrún B. Aradóttir.

Nánari upplýsingar um þingið má finna á vef Starfsgreinasambandsins.

Deila