Translate to

Fréttir

Þing Starfsgreinasambands Íslands

Þing Starfsgreinasambands Íslands ( SGS ) verður haldið í Reykjavík dagana 13. - 14. október. Kjörorð þingsins er "horft til framtíðar", en gera má ráð fyrir að skipulagsmál SGS verði nokkuð fyrirferðamikil á þinginu ásamt umræðum um atvinnu og kjaramál. Þingið sitja 137 fulltrúar frá 18 félögum víðsvegar af landinu. Verk Vest á þrjá fulltrúa á þinginu þau Finnboga Sveinbjörnsson, Ólaf Baldursson, og Gunnhildi B. Elíasdóttur. Hægt er að nálgast dagskrá þingsins hér en nánar verður fjallað um málefni þingsins á síðu félagsins næstu daga,
Deila