Translate to

Fréttir

Þing sjómannasambands Íslands

27. þingi Sjómannasambands Íslands ( SSÍ ) sett var í dag. Þingið er haldið á Grand Hótel í Reykjavík og hófst dagskrá þess með ávarpi formanns Sjómannasambandsins Sævars Gunnarssonar. Í ræðu sinni beindi Sævar spjótum sínum mjög að aðgerðum stjórnvalda í málefnum er varða breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum og skipun skipun í marg um rædda sáttanefnd um þau mál. Í ræðu sinn kom Sævar einnig inn á öryggismál sjómanna og hvað það mikilvæga forvarna starf væri að skila miklum ávinningi fyrir samfélagið, slysum á sjó hefði fækkað mjög og á þessu ári hefði enginn sjómaður farist við störf sín á sjó. Þá kom Sævar einnig inn á kjaramál sjómanna, en kjarasamningar eru lausir frá og með 31. desember næst komandi. Á þinginu fluttu einnig ávörp þau Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarrráðherra, Signý Jóhannesdóttir varaforseti ASÍ ásamt öðrum gestum. Dagskrá þingsins er mjög metnaðarfull og yfirgripsmikil ásamt því sem þingfulltrúar voru settir í nefndar vinnu fram eftir degi. Niðurstöður nefndarstarfa verða fullmótaðar í fyrra málið, en gert er ráð fyrir að þinglok verði kl.16.00 á morgun föstudag. Verkalýðsfélag Vestfirðinga á tvo fulltrúa á þinginu, þá Finnboga Sveinbjörnsson og Sævar Gestsson. 
Deila