Translate to

Fréttir

Þjónustufulltrúi 50% starf - Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir þjónustufulltrúa í 50% stöðu á skrifstofu félagsins á Ísafirði.

          Ábyrgðasvið:

  • Almenn þjónusta við félagsmenn
  • Aðstoð í vinnuréttindamálum
  • Upplýsingagjöf til félagsmanna
  • Aðstoð við skýrslugerð
  • Aðstoð við innheimtu og rafrænar skráningar
  • Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf
  • Vinnustaðaheimsóknir

     Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á starfsemi stéttarfélaga er kostur
  • Reynsla af uppgjörsvinnu, skýrslugerð og afstemmingum er kostur
  • Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.  Önnur tungumál kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

    Um 50% starf er að ræða frá kl.12:00-16:00 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf ekki seinna en 1. desember 2016.

    Nánari upplýsingar veitir:
    Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 25. september 2016
 
Deila