Translate to

Fréttir

Þörf fyrir starfsfræðslu í fiskvinnslu rannsökuð

Valgeir og Kjartan Valgeir og Kjartan

Á fimmtudaginn heimsóttu félagið Kjartan Már Másson og Valgeir Elíasson, sem stunda nám í í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni þeirra við skólann er að rannsaka hvort grundvöllur sé fyrir því að stofna nýjan fiskvinnsluskóla.
Kjartan og Valgeir hafa heimsótt fiskvinnslur víðsvegar um landið, m.a. hér og vildu heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar á svæðinu.


Á föstudaginn kynntu þeir félagar frumniðurstöður rannsóknar sinnar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða. Þar kom fram að þeim þykir fiskvinnsla hafa setið á hakanum hvað starfsfræðslu varðar. Í umræðum var tekið undir þetta og m.a. bent á að þó grunnnámskeið Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar séu góð og gegn, svo framarlega sem fólk fái færi á að sækja þau, þá vilji fiskvinnslufólk gjarnan meiri starfsfræðslu. Símenntun í greininni hefur að vísu verið sinnt hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, en almennt eru möguleikar á símenntun ekki til fyrir fiskvinnslufólk og áhugi á henni ekki mikill hjá stjórnendum. Þá urðu nokkrar umræður um fjölda útlendinga í fiskvinnslunni og að taka yrði tillit til þess þegar hugað væri að símenntun.  Þarna var, eins og fyrr segir, um frumniðurstöður að ræða, og verður fróðlegt að sjá endanlegan árangur af rannsókn þeirra Kjartans og Valgeirs um fræðslumál fiskvinnslunnar.

Deila