Árleg sumarferð félaga í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga verður að þessu sinni um miðjan ágúst og er ferðinni heitið norður í land. Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýsla og Eyjafjarðasýsla heimsóttar. Farið verður með Sophusi Magnússyni strandamanni að morgni fimmtudagsins 15.ágúst. Farið að Laugarbakka í Miðfirði þar sem gist verður fyrstu nóttina.

 Frægastur Miðfirðinga er líklega Grettir Ásmundarson og má finna ýmislegt honum tengt á svæðinu. Þar er sveitamarkaður og fleira sem fólki gæti þótt forvitnilegt. Leiðsögumaður verður með hópnum föstudag og laugardag. Á föstudeginum verður förinni haldið áfram, komið við á Blönduósi, ekið fyrir Skaga til Sauðárkróks, þar sem gista á næstu tvær nætur. Á laugardeginum verða margir merkilegir staðir væntanlega heimsóttir, t.d. Hólar í Hjaltadal og Glaumbær í Skagafirði. Farið á Siglufjörð og Ólafsfjörð. Ætla má að Síldarminjasafnið verði heimsótt. Áfram verður ekið inn Eyjafjörðinn, komið við á Dalvík en svo tekin hægri beygja inn Öxnadal og stefnan sett á Sauðárkrók aftur, til næturgistingar. Farið verður svo heim á sunnudeginum.  

 

Ennþá eru 6 sæti laus í þessa frábæru ferð. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

 

Verð: 59.000- á mann.

Innifalið er: Rútuferð, nesti á norðurleið, leiðsögn um svæðið, gisting þrjár nætur m/morgun- og kvöldverði. Skráning hjá Verk Vest í síma: 456 5190.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.