Translate to

Fréttir

Þýskaland, Frakkland og Sviss

Félagsmönnum Verk-Vest býðst að taka þátt í ferð félagsmanna Einingar-Iðju til Þýskalands, Sviss og Frakklands 20.-29. júní 2011.

Flogið verður frá Keflavík til Frankfurt í Þýskalandi. Þaðan ekið að bænum Offenburg og gist þar í fimm nætur. Frá Offenburg verða farnar dagsferðir t.d. til Strassburg í Frakklandi, Titisee í Svartaskógi og Heidelberg. Næsti gististaður er Brunnen í Sviss, þar verður gist í tvær nætur. Síðustu tvær næturnar verður gist í Rudesheim í Þýskalandi. Flogið heim frá Frankfurt.

Leiðsögumaður Harpa Hallgrímsdóttir og fararstjóri Björn Snæbjörnsson.

Verð kr. 238.000 á mann miðað við gengi evru 160 kr. og franka 120 kr.

Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 35.000.


Innifalið í verði:

  • Akstur: Allur akstur erlendis.
  • Flug: Keflavík - Frankfurt - Keflavík.
  • Gisting: 9 nætur í tveggja manna herbergjum á hótelum með morgunverði.
  • Kvöldverðir innifaldir alla dagana erlendis.

Skráning hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga sími: 4565190.


Síðasti skráningardagur er 1. apríl nk.

Deila