Translate to

Fréttir

Til hamingju með nýjan kjarasamning sjómenn!

Stefnir ÍS 28 á Vestfjarðamiðum Stefnir ÍS 28 á Vestfjarðamiðum

Kosningu um nýjan kjarasamning Verk Vest og SSÍ við SFS lauk kl.15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Einungis 8 seðlar voru auðir og ógildir, en af þeim sem tóku afstöðu samþykktu 62,84% samninginn en 37,16% höfnuðu honum.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.

Sjómönnum er óskað til hamingju með góðan samning.

Deila