Translate to

Fréttir

Tilbúinn hráefnisskortur ógnar störfum í fiskvinnslu.

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS
Skúli Thoroddsen framkvæmdarstjóri fjallar um þá vá sem útfluttningur á óunnum sjávarafurðurðum hefur fyrir störf starfsfólks í fiskvinnslu í pistli sem hann skrifar á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands. Veltir Skúli þar upp ýmsum áhugaverðum flötum á möguleikum í að gera meira verðmæti úr aflanum hér heima ásamt því að tryggja stöðu landverkafólks í fiskvinnslunni.

66 þúsund tonn flutt út óunnin. Sjávarútvegsráðherra má ekki falla í sömu gryfju og fyrri ráðherrar, að halla sér undir útvegsmenn. Of miklir hagsmunir eru í húfi fyrir fólkið í landinu.

Starfsgreinasamband Íslands leggur í stefnumótun sinni áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu auðlinda í þágu atvinnulífsins og verðmætasköpunar. Ábyrgar veiðar byggja á vísindalegu mati, markvissu eftirliti, hagkvæmni og umhverfissjónarmiðum. Taka verður mið af byggðarsjónarmiðum við löndun og vinnslu sjávarfangs, þannig að útvegsmenn séu ekki einráðir um löndun hráefnis til fiskvinnslustöðva eða sölu á erlenda markaði. Styrkja þarf verkefnabundnar leiðir, nýsköpun í sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða til að auka verðmæti þess afla sem veiddur er hér við land. Efla þarf vöruþróun, nútímalega markaðssetningu og fullvinnslu afurða innanlands m.a. verðmætrar ,,merkjavöru."

Pistilinn í heild sinni má lesa á síðu SGS
Deila