Treystum því að Vestfirsk fyrirtæki standi við launahækkanir
Málið var tekið fyrir á miðstjórnarfundi ASÍ í gær og kom fram mjög hörð gagnrýni á að einstaka fyrirtæki skuli nýta sér þá stöðu sem er á vinnumarkði til að þvinga fram með ofbeldi launalækkanir.
Orðrétt segir á vef ASÍ " Almennt launafólk hefur undanfarna mánuði sýnt atvinnulífinu mikinn skilning á erfiðri stöðu fyrirtækjanna og í reynd axlað mikla ábyrgð á stöðu efnahagsmála með því að fresta umsömdum launahækkunum bæði á þessu ári og því næsta um sex til átta mánuði. Það er því algerlega óviðunandi að einstaka fyrirtæki þakki fyrir sig með því að þvinga fólk til að afsali sér þessum hækkunum í skjóli óbeinna hótanna um atvinnumissi. Miðstjórn ASÍ krefst þess að frá þessu verði fallið og tryggt verði að allir félagsmenn njóti þeirra hækkana sem um var samið í kjarasamningunum í febrúar 2008."
Verkalýðfélga Vestfirðinga tekur undir með miðstjórn ASÍ og hvetur félagsmenn sína til að koma á framfæri við félagið ábendingum verði þeir varir við slíkar þvinganir.