Translate to

Fréttir

Trúnaðar - og talsmenn Verk Vest og Fos Vest á námskeiði

Strúnaðarmenn Verk Vest og Fos Vest Strúnaðarmenn Verk Vest og Fos Vest
Eyþór Eðvarðs ásamt Ara Sigurjóns trúnaðarmanni Verk Vest Eyþór Eðvarðs ásamt Ara Sigurjóns trúnaðarmanni Verk Vest
Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum héldu sameiginlegt námskeið fyrir trúnaðar - og talsmenn félaganna mánudaginn 25. janúar síðast liðinn. Mjög góð þátttaka var á fundinum, og komu félagsmenna víðsvegar af Vestfjörðum enda nánast sumarfærð í fjórðungnum. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Eyþór Eðvarðsson, en hann fór yfir erfiðu mál trúnaðarmannsins eins og eineltismál, samskiptaerfiðleikar, kynferðilega áreitni og önnur þau mál er varða trúnaðarmanninn sem ráðgjafa á vinnustaðnum. Í þeim tilfellum var líka lög áhersla á að trúnaðarmaðurinn ynni sem faglegast og þekkti sín mörk. Þá var einnig tekið á því hvernig best væri að ná árangri í því að stjórna eigin hugarfari og vellíðan, bæði í vinnunni sem og einkalífinu. Var ekki annað að heyra á þátttakendum en námskeiðið hafi veitt þeim gott veganesti inn í þeirra störf sem trúnaðarmenn fyrir félögin og muni einnig nýtast þeim í hinu daglega lífi.
Deila