Translate to

Fréttir

Trúnaðarmannanámskeið 3. - 5. desember

Frá trúnaðarmannanámskeiði árið 2013 Frá trúnaðarmannanámskeiði árið 2013

Verk Vest stendur fyrir trúnaðarmannanámskeið dagana 3. - 5. desember í samstarfi við Félagsmálaskóla Alþýðu, og Fos Vest. Leiðbeinendur koma frá Félagsmálaskólanum sem heldur utan um trúnaðarmannafræðsluna. Á námskeiðinu verður fjallað stöðu trúnaðrmanns á vinnustað, einelti, vinnuvernd og lestur launaseðla. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem er hluti af kjarsamningsbundinni fræðslu trúnaðarmanna. Að þessu sinni verðu námskeiðið haldið á Hótel Reykjanesi sem er á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.  Trúnaðarmennn koma víðsvegar að af félagssvæði beggja félags og er að þessu sinni mjög góð þátttaka Trúnaðarmanna frá Hólmavík og Reykhólum eða helmingur þátttakenda. Verk Vest hvetur trúnaðarmenn til að staðfesta skráningar hjá félaginu fyrir 21. nóvember og sendir trúnaðarmönnum baráttukveðju um leið og þeir eru hvattir til að vera áfram öflugir tengiliðir vinnustaðar og stéttarfélags.

Deila