Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar
Námskeiðsdagar eru 30. og 31. mars.
Trúnaðarmannanámskeiðið telst til 2. hluta.
Hvetjum félagsmenn á vinnustöðum að kjósa sér trúnaðarmann. Allar upplýsingar um vinnustaði sem hafa engan trúnaðarmann eru vel þegnar. Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við ykkar aðildarfélag innan Samiðnar.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.
Á námskeiðinu er lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna Nemendur læra á innihald og uppbyggingu
kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.
Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðunum,
þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt.
Aðildarfélög Samiðnar munu greiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna og boðið er upp á ókeypis mat og kaffi á meðan námskeiðið fer fram. Félagsmenn eiga að halda óskertum dagvinnulaunum meðan námskeið varir.