Translate to

Fréttir

Trúnaðarmannanámskeið Verk Vest

Hópur trúnaðarmanna ásamt varaformanni og túlki á námskeiði Hópur trúnaðarmanna ásamt varaformanni og túlki á námskeiði

Dagana 4. - 5. apríl heldur Verkalýðsfélag Vestfirðinga námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu og er hluti af kjarasamniningsbundinni fræðslu til trúnaðarmanna. Á námskeiðinu verður farið yfir hvert er hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna.

Lögð verður áhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.

Deila