Translate to

Fréttir

Trúnaðarmannanámskeiði lýkur í dag

Maríanna Traustadóttir fjallar um fjölmenningu Maríanna Traustadóttir fjallar um fjölmenningu
Ólafur Darri fræðir trúnaðarmenn um hinn heilaga vöxt Ólafur Darri fræðir trúnaðarmenn um hinn heilaga vöxt
Fjölmenning er greinilega skemmtilegt fag Fjölmenning er greinilega skemmtilegt fag
Efnahagsástandið er öllu alvarlegra mál Efnahagsástandið er öllu alvarlegra mál

Í dag lýkur í húsakynnum Verk-Vest trúnaðarmannanámskeiði sem hófst í endaðan október. Námskeiðið er í samstarfi Verk-Vest og FosVest og trúnaðarmenn frá báðum félögunum sitja það.

Þessi hluti námskeiðsins tekur tvo daga. Í gærmorgun fjallaði Aðalheiður Sigurjónsdóttir um einelti og seinni partinn fræddi Maríanna Traustadóttir mannskapinn um fjölmenningu. Í dag er svo á dagskrá fjármálalæsi fyrir hádegið og seinni partinn hagfræði, hvort tveggja í umsjá Ólafs Darra Andrasonar hagfræðings ASÍ, en þetta eru þættir sem mjög eru á dagskrá þessa dagana. Það er því öruggt að hagfræðingurinn verður spurður spjörunum úr. 
Reyndar er allt námsefnið helgað málefnum sem trúnaðarmenn og aðrir sem starfa fyrir verkalýðshreyfinguna þurfa að kunna einhver skil á og geta miðlað þekkingu um til félagsmanna.

Það er því ekki að efa að námið mun koma trúnaðarmönnunum að góðum notum í störfum þeirra í þágu félagsmanna.

Deila