Translate to

Fréttir

Trúnaðarmenn Verk Vest á námskeiði í Reykjanesi

Trúnaðarmenn Verk Vest ásamt Guðmundir Hilmarssyni frá Félagsmálaskólanum Trúnaðarmenn Verk Vest ásamt Guðmundir Hilmarssyni frá Félagsmálaskólanum

Kjarasamningsbundnu trúnaðarmannanámskeiði Verk Vest sem haldið var í samstarfi við Félagsmálaskóla Alþýðu lauk í gær. Námskeiðið er hluti af kjarasamningsbundinni fræðslu trúnaðarmanna og var góð mæting víða af félagssvæðinu. Námskeiðið var haldið á Hótel Reykjanesi og er þetta í fimmta sinn sem trúnaðarmenn mæta á námskeið í Reykjanesi. Öll aðstað er þar til fyrirmyndar og það sem mestu máli skiptir þá eru trúnaðarmenn mjög ánægðir með staðsetningun. Í fyrri hluta námskeiðs var farið yfir helstu málefni sem varða störf trúnaðarmannsins, aðstoð hans á vinnustað þegar kemur að kjarasamningsbundnum úrlausnarefnum. Trúnaðarmenn fengu ítarlega yfirferð um vinnutíma, útreikning launaseðla og hvíldartímaákvæði. Í síðari hluta var farið yfir slysatryggingar og réttindamál, sérstaklega var farið yfir uppsagnir, réttindi og skyldur ásamt vanefndum ráðningarsamninga. Næsta námskeið fyrir trúnaðarmenn verður haldið í 21 - 22. janúar 2016. 

Deila