Í kærumáli til Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 240/2013 frá 29.1 2014, sem Stéttarfélag Vesturlands f.h. félagsmanns síns fór með fyrir nefndina var túlkun TR hrundið. Málsatvik voru á þann veg að félagsmaður Stétt Vest tæmdi rétt sinn úr sjúkrasjóði félagsins þann 8. júní 2013. Samkvæmt úrskurði TR þann 11.júní 2013 átti hann rétt á endurhæfingarlífeyri. Með vísan til laga taldi TR að þær greiðslur ættu ekki að hefjast fyrr en þann 1. júlí 2013. Félagsmaðurinn hefði því átt að vera bótalaus í 22 daga. Stéttarfélagið kærði niðurstöðu TR og krafist þess að greiðslur til félagsmannsins hæfust daginn sem greiðslurétti í sjúkrasjóði lyki. Á þessi rök féllst úrskuðarnefndin.

Rétt er að benda Tryggingastofnun ríkisins hefur hingað til hagað upphafsgreiðsludegi endurhæfingarlífeyris þannig að greiðslur hefjist ekki fyrr en fyrsta dag næsta mánaðar eftir að veikindarétti og greiðslurétti úr sjúkrasjóði er lokið. Þessu hefur nú verið hrundið með niðustöðu Úrskurðarnefndar og eiga greiðslur því að hefjast samdægurs. Ljóst er að úrskurður þessi getur haft áhrif á réttarstöðu fjölda launafólks í sömu sporum.Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.