Translate to

Fréttir

Tungumálatöfrar

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5. - 10. ágúst 2019. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi. Á lokadeginum verður svo Töfraganga sem endar með bæjarhátíð í Suðurtanga. Þar standa bæjarbúar af ólíkum uppruna fyrir fjölskylduskemmtun með leikjum, sögum, myndlist og matarupplifun.

Gjald er 20.000 krónur fyrir hvert barn - 30.000 fyrir tvö börn úr sömu fjölskyldu. Námskeiðið er í fjórar klukkustundir dag hvern og lýkur með skrúðgöngu og fjöslskylduskemmtun á laugardegi. Matur og allur efniskostnaður er innifalinn.

Skráningarform má nálgast hér.


Nánari upplýsingar á síðu Edinborgarhúss og Facebook síðu Tungumálatöfra

Deila