Translate to

Fréttir

UNDIRBÚNINGUR KJARAFUNDA MEÐ STARFSFÓLKI Í FISKELDI

Nú vinnur Verk Vest að undirbúningi kjaramálafunda með starfsfólki í fiskeldi óháð fyrirtæki, en sökum fjarlægða milli starfsstöðva  verða fundir með sjódeildum og OPC haldnir í fjarfundi. Til að stuðla að góðu samtali við sem flesta þarf að ná til þeirra sem vinna í greininni, en Verk Vest þarf tölvupóstfang hjá viðkomandi starfsmönnum til að geta sent þeim persónulegt fundarboð.

Verk Vest beinir þeim tilmælum til starfsfólks í fiskeldi að senda upplýsingar um sig til Verk Vest með tölvupósti á postur@verkvest.is með nafni, kennitölu, netfangi, símanúmeri og upplýsingum um hjá hvaða fyrirtæki viðkomandi vinnur.

LÁTIÐ RADDIR YKKAR HEYRAST!

Deila