Translate to

Fréttir

Umhverfisráðherra ógnar Stöðugleikasáttmálanum

Úrskurðurinn gengur í berhögg við Stöðugleikasáttmálann og setur hann í uppnám. Umhverfisráðherra tefur framkvæmdir svo mánuðum skiptir.

 

Frá því Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í júní s.l. hefur lítið miðað í að koma verkefnunum af stað. Um það var fjallað hér á síðunni 3. september s.l. og enn er áréttað að sáttmálinn hafi ekki verið undirritaður upp á grín. Fyrir liggur vilji lífeyrissjóðanna til að koma að opinberum verkefnum en það stendur á ákvörðunarvilja stjórnvalda. Ekkert miðar t.d. í samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar um að koma samgöngumiðstöð af stað í borginni og fleira mætti telja. Framkvæmdir eru mikilvægasta lausnin úr efnahagsvandanum.  Frá þessu er greint á heimasíðu SGS, en þar fjallar Skúli Thoroddsen framkæmdarstjóri SGS um þá óskiljanlegu ákvörðun ráðherra að fela Skipulagsstofnun að úrskurða að nýju um hvort fram skuli fara sameiginlegt umhverfismat á suðvesturlínu og tengdum virkjunum og öðrum framkvæmdum.a 

Pistil Skúla má lesa í heild sinni á vef SGS.

Deila