Translate to

Fréttir

Umsóknir um sumarhús streyma inn - lokafrestur 10. apríl

Nýbygging í Svignaskarði Nýbygging í Svignaskarði
La Rotonda á Spáni La Rotonda á Spáni
Flókalundur Flókalundur
Einarsstaðir Einarsstaðir
Illugastaðir Illugastaðir
Ölfusborgir Ölfusborgir
Syðri Reykir Syðri Reykir

Félagsmenn hafa verið duglegir að senda inn umsóknir um dvöl í orlofshúsum Verk Vest. En nú fer hver að verða síðastur. Á morgun 10. apríl rennur út fresturinn til að senda inn umsóknir um orlofsdvöl.  Enn og aftur eru flestar umsóknir í Svignaskarð og Ölfusborgir, þá er Flókalundur alltaf vinsæll meðal félagsmanna. Allnokkur ásókn er í íbúðina á Akureyri, en minna á Einarsstaði, Illugastaði og Biskupstungur.  Íbúðirnar okkar í Reykjavík njóta líka  gríðarlegra vinsælda. Eftirspurnin er þvílík að félagið þarf  að líta í kringum sig eftir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Félagar eru hvattir til að koma með hugmyndir um óskastaðsetningu nýrrar orlofsíbúðar.  Verk Vest mun ekki bjóða upp á gistingu á Spáni á vegum félagsins.  Stéttarfélagið Aldan á Sauðárkróki er með íbúð á Spáni nánar tiltekið í Agua Marina hverfinu skammt frá Torrevieja. Félagsmönnum Verk Vest býðst að sækja um gistingu þar á sömu kjörum og félagsmenn Öldunnar. Íbúðin er í La Rotondo íbúðarhóteli sem tekið var í notkun haustið 2006. Hótelið er sérlega vel staðsett og er rétt við ströndina,  um 10 mín akstursfjarlægð frá miðbæ Torrevieja og í um 40 mín akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli. Hér eru frekari upplýsingar um hótelið. Félagsmönnum Verk Vest er bent á að snúa sér beint til Öldunnar með fyrirspurnir og bókanir á Spáni.

 

 

 

Deila