Translate to

Fréttir

Undirbúningur kjarasamninga - Fundur og námskeið

Kjaramálaráðstefna Verk Vest Kjaramálaráðstefna Verk Vest

Vinna og undirbúningur fyrir kjarasamninga og kröfugerðir hjá aðildarfélögum ASÍ er um þessar mundir að ná hámarki. Landssamböndin eru nú hvert af öðru að kalla eftir samningsumboðum og kröfum frá aðildarfélögum svo hægt sé að móta endanlegar kröfur fyrir komandi kjarasamningsgerð. Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, SGS, Sambandi iðnfélaga, Samiðn, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, LÍV og Sjómannasambandi Íslands, SSÍ, þannig að í mörg horn er að líta þegar kemur að endanlegri kröfugerð félagsins.

Félagið hélt kjaramálaráðsefnu ásamt því að vera með kjaramálakönnun til að móta kröfur, lokahönd verður lögð á þessa vinnu á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fimmtudaginn 28. október kl.18.30 í húsi félagsins á Ísafirði. Að loknum fundinum verður námskeið um formlegan undirbúning kjarasamninga, afgreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Námskeiðið er í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu og kennir Dalla Ólafsdóttir lögfræðingur hjá ASÍ á námskeiðinu.

 

Dagskrá:

kl. 18:30

  • 1. Kosning kjörnenfndar
  • 2. Kynning á niðurstöðum kjaramálakönnunar - kröfugerð
  • 3. Umboð til sambanda
  • 4. Önnur mál

Matarhlé

19:30. Námskeið

                Formlegur undirbúningur kjarasamninga, afgreiðsla þeirra og boðun verkfalla.

                Kennari á námskeiðinu verður Dalla Ólafsdóttir lögfræðingur hjá ASÍ.

20:30. Kaffihlé

22:00. Námskeiðslok

 

Nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku sem fyrst á skrifstofu félagsins.

Deila