Translate to

Fréttir

Unnið að kjarasamningum á Reykhólum

Þörungaverksmiðjan Þörungaverksmiðjan
Samningafundur Samningafundur
Eggert Ólafsson trúnaðarmaður Eggert Ólafsson trúnaðarmaður
Hægt miðar með kjarasamninga fyrir starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. En kjarasamningur hefur verið laus þar frá áramótum líkt og var með kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Kröfur starfsmanna voru skýrar, að ná inn sambærilegri krónutöluhækkun á taxta eins og samið var um í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga við Samtök atvinnulífsins. Tveir formlegir samningafundir hafa verið haldnir á milli aðila sem hafa þó skilað þeim árangri að sameiginlegur grundvöllur til kjarabóta virðist í augsýn.

Samningafundir hafa verið haldnir í húsnæði Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og hefur verið gert að því góðlátlegt grín að starfsmenn Verk Vest hafi notað flug og bíll aðferðina til að komast til Reykhóla. En eins og staða samgöngumála innan Vestfjarðafjórðungs er yfir vetrarmánuðina þá eru nú um 920 km fram og til baka frá Ísafirði til Reykhóla. Þess má geta að ef fara á akandi til Patreksfjarðar frá Ísafirði þá eru þetta um 1330 km fram og til baka. Því má með réttu taka undir orð Ólafs Halldórssonar um að brjóta þurfi niður hinn vestfirska Berlinarmúr í samgöngumálum sem heilsárstenging suður- og norður svæðisins er í raun og veru.
Deila