Translate to

Fréttir

Úthlutun íbúða/sumarhúsa jól og áramót 2017 - Ný verðskrá

Hús 30 í Svignaskarði Hús 30 í Svignaskarði

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir jól og áramót 2017 mánudaginn 9. október kl. 8:00.  Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: Bjarnaborg, íbúðir í Reykjavík og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Ekki er hægt að sækja um ákveðin hús/íbúð að undanskilinni stóru íbúðinni í Reykjavík.

Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins:  http://orlof.is/verkvest/   og sótt um með því að velja: Jól og áramót.  Hægt verður að sækja um einn kost og annan til vara.  Vikurnar sem eru í boði eru tvær:

20. – 27. desember og 27. desember - 3. Janúar

Vikan kostar 30.000.kr. (Íbúð 605 33.000.kr.) og 18 punkta. Þeir ganga fyrir í úthlutun sem eiga flesta punkta. Ný verðskrá tekur gildi frá 19. desember, en þá verða 3 ár frá því verðskrá fyrir íbúðir og sumarhús hækkaði síðast. 

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 31. október 2017.

Fyrsta úthlutun fer fram 2. nóvember og munu allir þeir sem sóttu um fá senda niðurstöðu úthlutunarinnar í tölvupósti. Gott er að félagsmenn yfirfari upplýsingar um netfang og símanúmer á orlofsvefnum til að tryggja að allt sé rétt skráð. Það er hægt að gera með því að velja: „Síðan mín“ á rauða borðanum og svo „Mínar upplýsingar“ vinstra megin á síðunni.

Starfsfólk  mun aðstoða félagsmenn eftir þörfum við umsóknir á vefnum í síma 456 5190

Deila