Translate to

Fréttir

Útskrift sérhæfðs fiskvinnslufólks hjá Vísi á Þingeyri

Þátttakendur á fiskvinnslunámskeið hjá Visi á Þingeyri Þátttakendur á fiskvinnslunámskeið hjá Visi á Þingeyri
Góður gangur hefur verið á fiskvinnslunámskeiði hjá starfsfólki Vísis á Þingeyri. Kennsla hófst þann 3. janúar og lýkur með útskrift síðar í dag. Þrátt fyrir að þátttakendur væru að nokkuð blönduðu þjóðerni, Íslendingar, Pólverjar, Thailendingar og einn frá Lettlandi, þá hefur námskeiðið gengið mjög vel og hafa skapast mjög líflegar umræður, sérstaklega um kjara og réttindamál. Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir þátttakendum námskeiðsins hamingjuóskir með áfangann og minnir á að von sé á framhaldsnámskeiðum þegar líður á árið. Félagið beinir þeim tilmælum til annarra fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörðum að taka vel á móti starfsfólki Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og staðfesta námskeið fyrir það starfsfólk sem ekki hefur lokið þessu kjarasamningsbundna námi.
Deila