Translate to

Fréttir

VIRK - starfsendurhæfingarsjóður

Frá kynningarfundi virk með hagsmunaaðilum stofnana og atvinnulífs á Ísafirði Frá kynningarfundi virk með hagsmunaaðilum stofnana og atvinnulífs á Ísafirði
Á Vestfjörðum er starfandi ráðgjafi á vegum VIRK í 25% starfi. Þessi ráðgjafi þjónustar félagsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Félags opinberra starfsmanna, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur og Félag Járniðnaðarmanna á Ísafirði.  Ráðgjafafinn er með aðstöðu á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Pólgötu 2 á Ísafirði, en Fanney Pálsdóttir sjúkraþjálfari hefur haft það starf með höndum frá opnun fyrr á þessu ári. 

Á síðustu 10 árum hefur einstaklingum sem ekki taka þátt á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu fjölgað mikið.Fjöldi örorkulífeyrisþega er um 15.000 og hefur fjölgað um ríflega 6000 manns á síðustu 10 árum. Kostnaður samfélagsins vegna þessa nemur tugum milljarða króna á ári auk þess sem lífsgæði hjá viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra eru skert.Kostnaður á vinnumarkaði vegna veikinda og slysa nemur að auki milljörðum króna á ári en draga má verulega úr þessum kostnaði með stjórnun og fyrirbyggjandi aðgerðum.

Til viðbótar þessu námu greiðslur TR vegna örorkulífeyris 17,2 milljörðum króna á árinu 2008 og lífeyrissjóðanna um 8,4 milljarða, sem er um 17% af heildargreiðslum þeirra til lífeyrisþega.Það er því hagsmunamál einstaklinga, atvinnurekenda og samfélagsins í heild að snúa þessari þróun við.Rannsóknir hafa sýnt að öflug starfsendurhæfing skilar verulegum ávinningi - bæði fjárhagslegum og ekki síst í betri lífsgæðum þátttakenda.

Nánar er fjallað um hlutverk og verkefni starfsendurhæfingarinnar á síðu ASÍ.



Deila