Translate to

Fréttir

Vaxtatekjur skekkja kaupmáttar útreikninga Hagstofu

Klinkið dugir skammt þegar versla þarf nauðsynjar til heimilisins ! Klinkið dugir skammt þegar versla þarf nauðsynjar til heimilisins !
Jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna í fyrra?  Þannig hljómar fyrirsögn á frétt ASÍ um útreikninga hagstofu Íslands á kaupmáttaraukningu sem á að hafa orðið á síðasta ári.  Gera má ráð fyrir að flesta hafi rekið í rogastans þegar féttir af kaupmáttaraukningu komu fyrir augu almennings nú fyrr í vikunni. Ekki hefur hinn almenni launamaður fundið það á buddunni sinni þegar matur eða aðrar nauðsynjar til heimilisins eru keyptar inn. Nei, það eru ráðstöfunartekjur fjármagnseigenda sem hafa aukist í formi hærri vaxtatekna. 

Á vef ASÍ segir orðrétt "... Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að vöxt ráðstöfunarteknanna má að miklu leyti rekja til stór aukinna vaxtatekna einstaklinga sem til er komnar vegna breytinga sem gerðar voru á innheimtu gagna varðandi vaxtatekjur og eru þær upplýsingar ekki sambærilegar við upplýsingar frá árinu á undan.


Ef horft er framhjá vaxtatekjunum kemur í ljós að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann rýrnaði um ríflega 4% í fyrra. Sé lauslega leiðrétt fyrir vaxtatekjunum, má áætla að kaupmáttur ráðstöfunartekna, hafi rýrnað um u.þ.b. 3% í stað þess að aukast um 2,4%. 

Þetta er einmitt sú staðreynd sem almennt launafólk hefur verið að upplifa, kaupmáttarrýrnun upp á tæp 3% en ekki kaupmáttaraukning upp á ríflega 15%. Við hljótum öll að sjá það í hendi okkar að styttur vinnutími, lækkun launa og mikið atvinnuleysi geta ekki verið ávísun á aukinn kaupmátt.

Deila