Translate to

Fréttir

Vel heppnaður fjölskyldudagur Verk Vest í Raggagarði

Slakað á með fjölskyldunni Slakað á með fjölskyldunni
Sugfirðingar og dýrfirðingar í góðum gír Sugfirðingar og dýrfirðingar í góðum gír
Grillararnir standa í ströngu Grillararnir standa í ströngu
Formaður orlofsnefndar sá um blöðrurnar Formaður orlofsnefndar sá um blöðrurnar
Kristján dalapúki með afabarn í leik Kristján dalapúki með afabarn í leik
Félagsmenn í Verk Vest og fjölskyldur þeirra áttu frábæra samverustundi í Raggagarði í Súðavík í sól og blíðu á laugardaginn var. Komu félagsmenn víða af félagssvæðinu á þennan frábæra fjölskyldustað, sem sumir höfðu á orði að væri alltof vel geymt leyndarmál sem þeir væru að uppgötva fyrst nú.  Verkalýsðfélag Vestfirðinga færði garðinum veglegt útgrill sem var hannað og smíðað af Steinþóri Bragasyni hjá Vélsmiðju Ísafjarðar, en kappinn er oft kenndur við ráðgjafafyrirtæki sitt sem heitir Alsýn.  Grillið er allt hið vandaðasta og smíðað úr rústfríu stáli.  

Hugmyndin um fjölskyldudaginn kviknaði eftir vel heppnaða hópferð félagsmanna út í Flatey á Breiðafirði sl. sumar, en á þátttökunni má vera ljóst að Orlofsnefndin verður að setja fjölskyldudaginn sem einn af föstu liðum í viðburðum í framtíðinni. Stofnandi Raggagarðs Vilborg Arnarsdóttir á heiður skilið fyrir það óeigingjarna starf sem hún hefur unnið við að koma svæðinu í það horf sem það er í dag. En hún er hvergi nærri hætt framkvæmdum og er alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum fyrir garðinn og verður útigrillið frábær viðbót fyrir þá sem sækja garðinn heim.

Deila