Vel heppnaður fjölskyldudagur Verk Vest í Raggagarði
Hugmyndin um fjölskyldudaginn kviknaði eftir vel heppnaða hópferð félagsmanna út í Flatey á Breiðafirði sl. sumar, en á þátttökunni má vera ljóst að Orlofsnefndin verður að setja fjölskyldudaginn sem einn af föstu liðum í viðburðum í framtíðinni. Stofnandi Raggagarðs Vilborg Arnarsdóttir á heiður skilið fyrir það óeigingjarna starf sem hún hefur unnið við að koma svæðinu í það horf sem það er í dag. En hún er hvergi nærri hætt framkvæmdum og er alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum fyrir garðinn og verður útigrillið frábær viðbót fyrir þá sem sækja garðinn heim.