Translate to

Fréttir

Vel heppnuð ferð á Hesteyri

Leiðsögumaðurinn með Hesteyri í baksýn Leiðsögumaðurinn með Hesteyri í baksýn
Þarna á hvönnin friðland Þarna á hvönnin friðland
Á pallinum við Læknishúsið Á pallinum við Læknishúsið
Í göngutúr ofan við byggðina Í göngutúr ofan við byggðina
Vistlegt er í Læknishúsinu. Takið eftir loftljósinu. Vistlegt er í Læknishúsinu. Takið eftir loftljósinu.
Þau gengu um beina og stóðu sig með prýði. Þau gengu um beina og stóðu sig með prýði.
Það fór vel á með þessum Það fór vel á með þessum
Á heimleið Á heimleið
Félagsmenn í  Verkvest fóru í skemmtiferð yfir á Hesteyri  16. júní síðastliðinn.  Tuttugu manns tóku þátt í ferðinni. Siglt var með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá Ísafirði til Hesteyrar og tók siglingin aðeins rúma klukkustund.  Vel gekk að ferja fólk í land, en ekki var hægt að leggjast að bryggju þar sem útfiri var.
Leiðsögumaður ferðarinnar var  Magnús Reynir Guðmundsson sem fæddist á Hesteyri. Hann sagði sögur af lífinu á Hesteyri, lýsti búskapnum og þeim aðstæðum sem fólk bjó við fyrir um hundrað árum.  Mikið fjölmenni bjó í Sléttuhreppi í upphafi 20. aldar, en frá 1940 til 1950 fækkaði  íbúum um 500 manns. Í þessu þorpi sem fór í eyði 1952 hafa sex hús verið flutt brott, sum til Ísafjarðar.  Um tíu hús eru enn í þorpinu og hafa þau flest  verið gerð upp og eru notuð sem sumarhús.

Fólki bauðst að skoða Búðina sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Reynis. Neðri hæð hússins þar sem verslun var rekin á fyrri hluta 20.aldar er svotil óbreytt og hlúð að sem friðað væri.   

Þá var boðið uppá göngu umhverfis þorpið. Ekki fóru allir í þá ferð en markmið sumra var að skoða sögusvið metsölubókar Yrsu Sigurðardóttur Ég man þig sem gerist á Hesteyri og húsið sem um ræðir á að hafa verið gegnt Læknishúsinu handan árinnar. Þar má finna grunn eftir útihús eða kannski íbúðarhús. Forvitnir félagar fundu ummæli frá höfundinum í gestabók Læknishússins en hún var stödd þar  í byrjun júní. Greindi hún frá því að engir draugar hefðu þá verið í Læknishúsinu. Sumir nutu kyrrðarinnar meðan hinir fóru í gönguferðina, sem  var afar fróðleg, sögur sagðar af húsum og mannvirkjum og eins var kirkjugarðurinn heimsóttur. 

Þá var haldið tilbaka í Læknishúsið þar sem Bryndís Friðgeirsdóttir og Már Óskarsson vertar framreiddu kjötsúpu, með dyggri aðstoð Kristófers og Bryndísar Heklu. Rúsínan í pylsuendanum var tófa sem gert hefur sig heimakomna á staðnum.  Hún sníkti mat af gestum og virtist óhrædd við mannfólkið. 

Báturinn lagðist að bryggju rétt fyrir brottför og var lagt af stað heim á slaginu fjögur. Félagar Verkvest héldu heim ánægðir með þessa afar skemmtilegu dagsferð.
Deila