Translate to

Fréttir

Verð á jólamat kannað

Bónus lægt - Nóatún neitar þáttöku.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri sl. þriðjudag. Kannað var verð á 99 algengum matvörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 37 tilvikum af 99 og Iceland í 29. Hagkaup var með hæsta verðið í 41 tilvikum af 99, Nettó í 22 tilvikum, Fjarðarkaup og Samkaup-Úrval voru jafn oft með hæsta verðið eða í 18 tilvikum. Nóatún bætist nú í hóp þeirra verslanna sem neita að taka þátt í verðkönnun ASÍ, Víðir og Kostur Dalvegi, eru hinar.
Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á SS Birkireyktu hangilæri frá SS með beini, sem var dýrast á 2.399 kr./kg. hjá Hagkaupum en ódýrast á 2.299 kr./kg. hjá Krónunni sem er 4% verðmunur. Aðeins meiri verðmunur var á 600 gr. konfektkassa frá Lindu, sem var dýrastur á 1.599 kr. hjá Nettó en ódýrastur á 1.439 kr. hjá Iceland sem er 11% verðmunur.  
Nánar má kynna sér innihald könnunarinnar á heimasíðu ASÍ.
Deila