Allt á uppleið - en kjörin rýrna
Þrátt fyrir aðgerðir í þá átt að stemma stigu við hækkandi verðbólgu þá sýna mælingar fyrir maí mánuð að verðbólgan er enn á uppleið. Þó má merkja að lítillega hafi hægt á þar sem hækkun verðlags á milli mánaða nú er 0,9% en var við síðustu mælingu 1,4%. Því verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaðan verður í næstu mælingu þegar áhrifa af aðgerðum ríkisstjóranirnnar í húsnæðismálum fara væntanlega aðeins að koma í ljós. Verðbólga mælist nú 12,7% og er því 10,2% yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands. Neytendur hafa ekki farið varhluta af þeim hækkunum sem dunið hafa yfir að undanförun og hefur 30% hækkun eldsneytis haft gríðarleg áhrif á pyngju hins almenna launamanns. Nánari upplýsingar má finna á vef ASÍ.