Translate to

Fréttir

Verðlagseftirliti ASÍ vísað á dyr !

Við verðtöku Verðlagseftirlits ASÍ í gær var starfsmönnum eftirlitsins vísað á dyr í fjórum verslunum líkt og í síðasta mánuði. Þær verslanir sem vilja takmarka aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð hjá sér eru Hagkaup, Nóatún, Víðir og Kostur. Þetta gerist á sama tíma og verðbólga í landinu er komin á skrið. Ætla má að verslanir sem vilja ekki að vöruverð sitt birtist opinberlega og því síður borið saman við vöruverð annarstaðar séu að leita skjóls til verðhækkana.

Verðlagseftirlit ASÍ gegnir mikilvægu hlutverki við eftirfylgni með samkomulagi sem ASÍ og SA undirrituðu við framlengingu kjarasamninga þann 21. janúar sl. Þar voru aðlar sammála um að beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar verðlags m.a. með auknu aðhald að verðhækkunum.

Verslanirnar Hagkaup, Nóatún, Víðir og Kostur virðast ekki tilbúnar til að sýna launafólki samstöðu með því að halda vöruverði niðri og þar með verðbólgunni í skefjum, öllum til heilla.

Neytendur eru því hvattir til vel á verði gagnvart verðbreytingum í þessum verslunum.

Deila