Translate to

Fréttir

Verðtrygging persónuafsláttar afnumin - ekki í fyrsta sinn

Það er ljóst að fátt virðist halda í loforðum og samningum við stjórnvöld. Þetta sést best á tekjulagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. En samkvæmt endanlegum útfærslum sem þar liggja fyrir þá hefur verið ákveðið að standa ekki við 3000 kr. umsamda hækkun persónuafsláttar í byrjun árs 2011. Ekki nóg með það einnig á að afnema þau ákvæði tekjuskattslagana að persónuafsláttur fylgi verðlagi. Þetta segir á mjög góðri íslenski að ríkisstjórnin ætlar einhliða að brjóta samkomulag sem gert var um verðtryggingu persónuafsláttar. Þjóðin hefur ekki verið upplýst um þessi áfrorm, en einhvern tímann hefði það þótt fréttnæmt að ríkisstjórnin ætlaði ekki að standa við gerða samninga. Er þetta nýja Ísland ? Er nema von að hægt gangi að koma þjóðarskútunni í jafnvægi þegar svona er staðið að málum.

Forseti ASÍ fer ítarlega yfir þetta ömurlega útspil ríkisstjórnarinnar í forsetabréfi sem birt var þann 14. des. sl.

Deila